Home / Biblíuefni / Áhyggjur

Áhyggjur

Ekkert ávinnst með áhyggjum. Biblían segir:Sl 37:8-9 „Lát af reiði og slepp heiftinni, ver eigi of bráður, það leiðir til ills eins. Illvirkjarnir verða afmáðir, en þeir er vona á Drottin, fá landið til eignar.“

Það er ekki ástæða til að hafa áhyggjur, Guð hefur stjórn á öllu. Biblían segir: Mt 6:31-33 „Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“

Við getum ekki losnað við áhyggjur nema eitthvað betra komi í staðinn – sem er bænin. Biblían segir: Fl 4:6-7 „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“

Áhyggjur eru tímasóun. Biblían segir: Lk 12:25-26 „Og hver yðar getur með áhyggjum aukið spönn við aldur sinn? Fyrst þér nú orkið ekki svo litlu, hví látið þér allt hitt valda yður áhyggjum?“

Látið Drottin taka við áhyggjunum. Biblían segir: 1Pt 5:7 „Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður.“