Home / Biblíuefni / Áreiðanleiki

Áreiðanleiki

Áreiðanleiki er hluti af lyndiseinkunn Guðs. Biblían segir: Sl 33:4 „Því að orð Drottins er áreiðanlegt, og öll verk hans eru í trúfesti gjörð.“ Heb 13:5 „Guð hefur sjálfur sagt: Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig.“

Það er hægt að treysta því að kristið fólk fylgir ætíð sannleikanum. Biblían segir: Ef 4:15-16 Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, Kristur. Hann tengir líkamann saman og heldur honum saman með því að láta sérhverja taug inna sína þjónustu af hendi, allt eftir þeim krafti, sem hann úthlutar hverri þeirra. Þannig lætur hann líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika.

Frelsun er lofuð hinum staðföstu: Biblían segir: Mt 10:22 „Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns. En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða.“

Drottinn væntir trúrra og áreiðanlegra þjóna. Biblían segir: Mt 24:45 „Hver er sá trúi og hyggni þjónn, sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma?“

Guð lofar hinum trúföstu styrk allt til dauða. Biblían segir: Opb 2:10 „Kvíð þú ekki því, sem þú átt að líða. Sjá, djöfullinn mun varpa nokkrum yðar í fangelsi, til þess að yðar verði freistað, og þér munuð þrenging hafa í tíu daga. Vertu trúr allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins.“