Home / Biblíuefni / Ávani

Ávani

Slæmum venjum verður að breyta með hjálp Guðs og eigin einbeitni. Biblían segir: 1Jh 3-9 „Hver sem af Guði er fæddur drýgir ekki synd, því að það, sem Guð hefur í hann sáð, varir í honum. Hann getur ekki syndgað, af því að hann er fæddur af Guði.“

Slæmar lífsvenjur verðskulda enga miskunn. Biblían segir: 5M 12:2-3 „Þér skuluð gjöreyða alla þá staði, þar sem þjóðirnar, er þér leggið undir yður, hafa dýrkað guði sína, á háum fjöllum, á hæðum og undir hverju grænu tré. Þér skuluð rífa niður ölturu þeirra, brjóta í sundur merkissteina þeirra, brenna asérur þeirra í eldi, höggva sundur skurðlíkneski guða þeirra og afmá nafn þeirra úr þeim stað.“

Stundið góða siði. Biblían segir: Tt 2:7 „Sýn þig sjálfan í öllum greinum sem fyrirmynd í góðum verkum. Vertu grandvar í fræðslu þinni og heilhuga, svo hún verði.“

Gerið það að venju að einblína á hið góða. Biblían segir: Fl 4:8 „Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.“

Á hvaða góðu lífsvenju getum við byrjað og haldið áfram með? Að skila tíund er góð lífsvenja. 5M 14:22 „Þú skalt tíunda vandlega allan ávöxt af útsæði þínu, allt það er vex á mörkinni, á ári hverju,“

Jesú setti okkur fordæmi um tilbeiðslu sem við ættum að fylgja. Biblían segir: Lk 4:16 „Hann kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa.“

Bænagjörð er mikilsverð lífsvenja. Biblían segir: Mt 6:5 „Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.“