Home / Biblíuefni / Þrýstingur frá öðrum

Þrýstingur frá öðrum

Látið ekki aðra þröngva skoðunum sínum upp á ykkur, verið heiðarleg og takið eigin ákvarðanir. Biblían segir: 2M 23:2-3 „Þú skalt ekki fylgja fjöldanum til illra verka. Ef þú átt svör að veita í sök nokkurri, þá skalt þú ekki á eitt leggjast með margnum til þess að halla réttu máli. Ekki skalt þú vera hliðdrægur manni í máli hans, þótt fátækur sé.“

Eymd og synd vilja félagsskap. Biblían segir: Ok 4:14-16 Kom þú eigi á götu óguðlegra og gakk eigi á vegi vondra manna. Sneið hjá honum, farðu hann ekki, snú þú frá honum og farðu fram hjá. Því að þeir geta ekki sofið, nema þeir hafi gjört illt, og þeim kemur ekki dúr á auga, nema þeir hafi fellt einhvern.

Þrýstingur frá öðrum veldur oft slæmum ákvörðunum. Biblían segir: Matt 14:9 „Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna bauð hann að veita henni þetta.“

Múgsefjun getur haft hörmulegar afleiðingar. Biblían segir: Lk 23:23-24 „En þeir sóttu á með ópi miklu og heimtuðu, að hann yrði krossfestur. Og hróp þeirra tóku yfir. Þá ákvað Pílatus, að kröfu þeirra skyldi fullnægt.“

Verið föst fyrir með Guði og neitið málamiðlunum. Bbiblían segir: 2Kor 6:8 „í heiðri og vanheiðri, í lasti og lofi. Vér erum álitnir afvegaleiðendur, en erum sannorðir,“