Home / Biblíuefni / Blind hlýðni við lagabókstafinn

Blind hlýðni við lagabókstafinn

Blind hlýðni við lagabókstafinn er að taka reglur fram yfir Guð og mannlegar þarfir. Biblían segir: Mt 12:9-12 „Hann fór þaðan og kom í samkundu þeirra. Þar var maður með visna hönd. Og þeir spurðu Jesú: Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi? Þeir hugðust kæra hann. Hann svarar þeim: Nú á einhver yðar eina sauðkind, og hún fellur í gryfju á hvíldardegi. Mundi hann ekki taka hana og draga upp úr? Hve miklu er þó maðurinn sauðkindinni fremri! Það er því leyfilegt að gjöra góðverk á hvíldardegi.“

Blind hlýðni við lagabókstafinn er ein tegund þrældóms. Biblían segir: Gl 4:8-9 „Forðum, er þér þekktuð ekki Guð, þá voruð þér þrælar þeirra, sem í eðli sínu eru ekki guðir. En nú, eftir að þér þekkið Guð, eða réttara sagt, eftir að Guð þekkir yður, hvernig getið þér snúið aftur til hinna veiku og fátæklegu vætta? Viljið þér þræla undir þeim að nýju?“

Hlýðni við lagabókstafinn getur haft aðdráttarafl en er eyðileggjandi. Biblían segir: Kól 2:23 „Þetta hefur að sönnu orð á sér um speki, slík sjálfvalin dýrkun og auðmýking og harðneskja við líkamann, en hefur ekkert gildi, heldur er til þess eins að fullnægja holdinu.“

Við frelsumst fyrir trú en ekki fyrir verk. Biblían segir:í Ef 2:8-10 „Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því. Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau.“