Home / Biblíuefni / Fátækt

Fátækt

Peningar leysa ekki allan vanda. Biblían segir: Ok 13:7-8 „Einn þykist ríkur, en á þó ekkert, annar læst vera fátækur, en á þó mikinn auð. Auðæfi mannsins eru lausnargjald fyrir líf hans, en hinn fátæki hlýðir ekki á neinar ávítur.“

Þótt heimurinn heiðri hina ríku, verið ekki hissa þótt Guð heiðri hina fátæku. Biblían segir í Jk 2:5 „Heyrið, bræður mínir elskaðir! Hefur Guð ekki útvalið þá, sem fátækir eru í augum heimsins, til þess að þeir verði auðugir í trú og erfingjar þess ríkis, er hann hefur heitið þeim, sem elska hann?“

Við ættum að vera fús til að hjálpa fátækum. Biblían segir: Gl 2:10 „Það eitt var til skilið, að við skyldum minnast hinna fátæku, og einmitt þetta hef ég líka kappkostað að gjöra.“

Að sniðganga hina þurfandi er synd. Biblían segir: Am 5:12 „Því að ég veit, að misgjörðir yðar eru margar og syndir yðar miklar. Þér þröngvið hinum saklausa, þiggið mútur og hallið rétti hinna fátæku í borgarhliðinu.“

Blessun Guðs fylgir því að hjálpa fátækum. Biblían segir: Sl 41:2 „Sæll er sá er gefur gaum að bágstöddum, á mæðudeginum bjargar Drottinn honum.“

Við heiðrum Guð með því að annast hina fátæku. Biblían segir: Ok 14:31 „Sá sem kúgar snauðan mann, óvirðir þann er skóp hann, en sá heiðrar hann, er miskunnar sig yfir fátækan.“

Söfnuðurinn ætti að styrkja fátæka einstæðinga og heimilislausa. Biblían segir: 1Tm 5:5-6 „Sú sem er í raun og veru ekkja og er orðin munaðarlaus, festir von sína á Guði og er stöðug í ákalli og bænum nótt og dag. En hin bílífa er dauð, þó að hún lifi.“

Guð lofar þeim miklum launum sem hjálpa fátækum. Biblían segir: Jes 58:7-11 „Það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, og ef þú sér klæðlausan mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð. Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér. Þá munt þú kalla á Drottin, og hann mun svara, þú munt hrópa á hjálp og hann segja: Hér er ég! Ef þú hættir allri undirokun, hæðnisbendingum og illmælum, ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða sem hábjartur dagur. Þá mun Drottinn stöðugt leiða þig og seðja þig, þótt þú sért staddur á vatnslausum stöðum, og styrkja bein þín, og þá munt þú verða sem vökvaður aldingarður og sem uppsprettulind, er aldrei þrýtur.“

Við eigum að koma fram fyrir hönd hinna fátæku. Biblían segir: Am 5:24 „Lát heldur réttinn vella fram sem vatn og réttlætið sem sírennandi læk.“