Home / Biblíuefni / Freisting

Freisting

Forðist freistingar. Biblían segir: 2Tm 2:22 „Flý þú æskunnar girndir, en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið við þá, sem ákalla Drottin af hreinu hjarta.“

Bænin styrkir okkur gegn freistingum. Biblían segir: Mk 14:38 „Vakið og biðjið, að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn, en holdið veikt.“

Mætið freistingum með orði Guðs. Biblían segir: Mt 4:1, 3, 4 „Þá leiddi andinn Jesú út í óbyggðina, að hans yrði freistað af djöflinum. Þá kom freistarinn og sagði við hann: Ef þú ert sonur Guðs, þá bjóð þú, að steinar þessir verði að brauðum. Jesús svaraði: Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni.“

Guð leyfir ekki að okkur verði freistað meira en við getum staðist. Biblían segir: 1Kor 10:13 „Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistingu. Guð er trúr og lætur ekki freista yðar um megn fram, heldur mun hann, þegar hann reynir yður, einnig sjá um, að þér fáið staðist.“

Þeir sem standast freistingu fá sigurlaun. Biblían segir: Jk 1:12 „Sæll er sá maður, sem stenst freistingu, því að þegar hann hefur reynst hæfur mun hann öðlast kórónu lífsins, sem Guð hefur heitið þeim er elska hann.“