Home / Biblíuefni / Friður

Friður

Hvernig get ég öðlast frið? Biblían segir: Jb 22:21 „Vingast þú við Guð, þá muntu vera í friði, við það mun blessun yfir þig koma.“

Friður er að sættast við Guð. Biblían segir: Rm 5:1 „Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesú Krist.“

Friður er gjöf frá Guði. Biblían segir: Jh 14:27 „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.“

Hlýðni við lögmál Guðs veitir frið. Biblían segir: Sl 119:165 „Gnótt friðar hafa þeir er elska lögmál þitt, og þeim er við engri hrösun hætt.“

Friður er þess virði að eignast hann. Biblían segir: Rm 14:19 „Keppum þess vegna eftir því, sem til friðarins heyrir og til hinnar sameiginlegu uppbyggingar.“

Friður er öryggi. Biblían segir: Sl 122:6-7 „Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir, er elska þig. Friður sé kringum múra þína, heill í höllum þínum.“

Þegar ég hef fundið frið, hvernig get ég þá varðveitt hann? Biblían segir: Jes 26:3-4 „Þú veitir ævarandi frið, því að þeir treysta á þig. Treystið Drottni æ og ætíð, því að Drottinn, Drottinn er eilíft bjarg.“

Hamingja felst í friðsamlegum samskiptum við aðra. Biblían segir: Mt 5:9 „Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.“