Home / Biblíuefni / Höfnun

Höfnun

Börn Guðs geta upplifað höfnun hjá fjölskyldu og vinum. Biblían segir: Mk 6:4 „Þá sagði Jesús: Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændum og heimamönnum.„ Sl 27:10 „Enda þótt faðir minn og móðir hafi yfirgefið mig, tekur Drottinn mig að sér.“

Sjálfur Jesús lét í ljós sársauka vegna höfnunar. Biblían segir: Lk 13:34 „Jerúsalem, Jerúsalem! Þú, sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum eins og hænan ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi.“

Menn fyrirlitu og höfnuðu Jesú – hann þekkir þá tilfinningu sem höfnuninni fylgir.Biblían segir: Jes 53:3 „Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.“

Við höfnum Guði þegar við neitum að taka á móti frelsunaráformum hans. Biblían segir: Mt 21:42 „Og Jesús segir við þá: Hafið þér aldrei lesið í ritningunum: Sá steinn, sem smiðirnir höfnuðu, er orðinn hyrningarsteinn. Þetta er verk Drottins, og undursamlegt er það í augum vorum.“

Sá sem afneitar Guði er heimskur. Biblían segir: Sl 14:1 „Heimskinginn segir í hjarta sínu: Guð er ekki til. Ill og andstyggileg er breytni þeirra, enginn gjörir það sem gott er.“