Home / Biblíuefni / Heilagur andi

Heilagur andi

Heilagur andi er uppspretta sannleikans. Biblían segir: Jh 14:16-17 „Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu, anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður.“

Að fæðast að nýju er að taka við Heilögum anda. Biblían segir: Jh 3:5-7 „Jesús svaraði: Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda. Það sem af holdinu fæðist, er hold, en það sem af andanum fæðist, er andi. Undrast eigi, að ég segi við þig: Yður ber að fæðast að nýju.“

Til að öðlast Heilagan anda þurfum við einungis að biðja og síðan að hlýða leiðbeiningum hans. Biblían segir: Lk 11:13 „Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim Heilagan anda, sem biðja hann. Og P 5:32 Vér erum vottar alls þessa, og Heilagur andi, sem Guð hefur gefið þeim, er honum hlýða.“

Heilagur andi er hluti Guðdómsins. Biblían segir: P 5:3-4 „En Pétur mælti: Ananías, hví fyllti Satan hjarta þitt, svo að þú laugst að Heilögum anda og dróst undan af verði lands þíns? Var landið ekki þitt, meðan þú áttir það, og var ekki andvirði þess á þínu valdi? Hvernig gastu þá látið þér hugkvæmast slíkt tiltæki? Ekki hefur þú logið að mönnum, heldur Guði.“

Heilagur andi er Guð í þeim og á meðal þeirra sem trúa. Biblían segir: Mt 18:19-20 „Enn segi ég yður: Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim. Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra.“

Heilagur andi er til staðar á erfiðum tímum. Biblían segir: Mt 10:19-20 „En þá er menn draga yður fyrir rétt, skuluð þér ekki hafa áhyggjur af því, hvernig eða hvað þér eigið að tala. Yður verður gefið á sömu stundu, hvað segja skal. Þér eruð ekki þeir sem tala, heldur andi föður yðar, hann talar í yður.“

Heilagur andi hjálpar okkur að tilbiðja Guð. Biblían segir: Jh 4:23-24 „En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilbiðja hann. Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“

Heilagur andi gerir okkur kleift að tala um andlega hluti með miklum mætti. Biblían segir: P 1:8 „En þér munuð öðlast kraft, er Heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.“