Home / Biblíuefni / Hjónaband

Hjónaband

Hvað kennir Biblían um hjónaband? Hjónaband er ævarandi skuldbinding milli manns og konu. Biblían segir: Mt 19:5-6 „Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður. Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja.“

Hvernig eiga eiginmenn að koma fram við konur sínar? Biblían segir: Ef 5:25-28 „Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana, til þess að helga hana og hreinsa í laug vatnsins með orði. Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus. Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig.“

Eiginmenn eiga að virða konur sínar. Biblían segir: 1Pt 3:7 „Og þér eiginmenn, búið með skynsemi saman við konur yðar sem veikari ker og veitið þeim virðingu, því að þær munu erfa með yður náðina og lífið. Þá hindrast bænir yðar ekki.“

Hvernig eiga eiginkonur að koma fram við eiginmenn sína? Biblían segir: Ef 5:22-24 „Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.“

Merkir það að konan eigi alltaf að láta undan og miðla málum? Nei! Hjónaband krefst undirgefni frá báðum aðilum. Biblían segir: Ef 5:21 „Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists“

Hvaða leiðbeiningar fordæma andlegt og líkamlegt ofbeldi? Biblían segir: Kól 3:19 „Þér menn, elskið eiginkonur yðar og verið ekki beiskir við þær.“

Það einkennir gott hjónaband að einsetja sér að leiðrétta misskilning strax. Biblían segir: Ef 4:26 „Ef þér reiðist, þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar.“

Látið sambandið vaxa í einingu og tillitssemi. Biblían segir: Ef. 4:2-3 „Verið í hvívetna lítillátir og hógværir. Verið þolinmóðir, langlyndir og umberið hver annan í kærleika. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins.“

Hvernig ætti samfélagið að líta á hjónabandið? Biblían segir: Heb 13:4 „Hjúskapurinn sé í heiðri hafður í öllum greinum og hjónasængin sé óflekkuð, því að hórkarla og frillulífismenn mun Guð dæma.“

Í hvaða boðorðum ver Guð hjónabandið? Sjöunda og tíunda. Biblían segir: 2M 20:14, 17. „Þú skalt ekki drýgja hór. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.“

Hver er eina ásættanlega ástæðan sem Jesús gaf fyrir því að slíta hjónabandi? Biblían segir: Mt 5:32. „En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór.“

Hve lengi er hjónabandinu ætlað að endast? Biblían segir: Rm 7:2 „Gift kona er að lögum bundin manni sínum, meðan hann lifir. En deyi maðurinn, er hún leyst undan lögmálinu, sem bindur hana við manninn.“

Hvaða leiðbeiningar eru gefnar varðandi það hverjum skal giftast? Biblían segir: 2Kor 6:14 „Gangið ekki undir ósamkynja ok með vantrúuðum. Hvað er sameiginlegt með réttlæti og ranglæti? Hvaða samfélag hefur ljós við myrkur?“

Guð leggur blessun sína yfir ást og kynmök innan hjónabands. Biblían segir: Ok 5:18-19 „Uppspretta þín sé blessuð, og gleð þig yfir festarmey æsku þinnar, elsku-hindinni, yndis-gemsunni. Brjóst hennar gjöri þig ætíð drukkinn, og ást hennar fjötri þig ævinlega.“