Home / Biblíuefni / Hræsni

Hræsni

Hræsni okkar blekkir ekki Guð. Biblían segir: Lk 16:15 „En hann sagði við þá: Þér eruð þeir, sem réttlætið sjálfa yður í augum manna, en Guð þekkir hjörtu yðar. Því það, sem hátt er að dómi manna, er viðurstyggð í augum Guðs.“

Hvötin á bak við hræsni er varasöm. Biblían segir: Mt 6:2 „Þegar þú gefur ölmusu, skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér, eins og hræsnarar gjöra í samkunduhúsum og á strætum til þess að hljóta lof af mönnum. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.“

Það er hræsni að breyta ekki eftir sannleikanum sem við þekkjum --- að kallast kristnir en fylgja ekki boðum Krists. Biblían segir: Mt 23:13 „Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér læsið himnaríki fyrir mönnum. Sjálfir gangið þér ekki þar inn, og þeim, sem inn vilja ganga, leyfið þér eigi inn að komast.“