Home / Biblíuefni / Lausn vandamála

Lausn vandamála

Fyrsta regla til að leysa vandamál er að vita um staðreyndir. Biblían segir: Ok 18:13 „Svari einhver áður en hann heyrir, þá er honum það flónska og skömm.“

Önnur regla er að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum. Biblían segir: Ok 18:15 „Hjarta hins hyggna aflar sér þekkingar, og eyra hinna vitru leitar þekkingar.“

Þriðja regla er að hlusta á málið frá báðum hliðum. Biblían segir: Ok 18:17 „Hinn fyrri sýnist hafa á réttu að standa í þrætumáli sínu, en síðan kemur mótpartur hans og rannsakar röksemdir hans.“

Hvernig vill Guð að við bregðumst við vandamálum? Að við gerum okkur grein fyrir að þau eru óhjákvæmileg. Biblían segir: Jk 1:2-4 „Álítið það, bræður mínir, eintómt gleðiefni, er þér ratið í ýmiss konar raunir. Þér vitið, að trúarstaðfesta yðar vekur þolgæði, en þolgæðið á að birtast í fullkomnu verki, til þess að þér séuð fullkomnir og algjörir og yður sé í engu ábótavant.“

Vandamál sanna að það er verið að undirbúa okkur fyrir himnaríki. Biblían segir: 2Þ 1:5 „Þær eru augljóst merki þess, að Guð dæmir rétt og mun álíta yður maklega Guðs ríkis, sem þér nú líðið illt fyrir.“

Hvernig leysum við úr vandamálum? Guð getur hjálpað okkur með þau. Biblían segir: Sl 145:14 „Drottinn styður alla þá, er ætla að hníga, og reisir upp alla niðurbeygða.“

Stundum leysir Jesús okkur frá byrðum og vandamálum. Biblían segir: Mt 11:28 „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“

Treystum því að grundvallaráform Guðs um líf okkar séu til góðs. Biblían segir: Rm 8:28 „Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs.“

Erfið vandamál? Guð hjálpar. Bbiblían segir: Jk 1:5-8 „Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast. En hann biðji í trú, án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu, er rís og hrekst fyrir vindi. Sá maður, tvílyndur og reikull á öllum vegum sínum, má eigi ætla, að hann fái nokkuð hjá Drottni.“

Treystum Guði fremur en sjálfum okkur. Biblían segir: Ok 3:4-6 „Þá munt þú ávinna þér hylli og fögur hyggindi, bæði í augum Guðs og manna. Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.“