Home / Biblíuefni / Múhameðstrú

Múhameðstrú

Enda þótt múhameðstrú sé ekki beinlínis nefnd í Biblíunni þá er þar að finna skýrslu um að Arabar séu börn Abrahams og byggðu „Austurlönd“. Þannig byrjar saga múslima (þeirra sem trúa á Múhamed) með Abraham og afkomendum hans gegnum Ismael, frumburð hans.

Fyrsti sonur Abrahams, Ismael, var sonur Hagar frá Egyptalandi. Biblían segir: 1M 16:15 „Hagar ól Abram son, og Abram nefndi son sinn, sem Hagar ól honum, Ísmael. En Abram var áttatíu og sex ára gamall, þegar Hagar ól honum Ísmael.“

Abraham var gefið sérstakt loforð um að afkomendur Ísmaels myndu verða mikil þjóð. Biblían segir: 1M 17:20 „Og að því er Ísmael snertir hefi ég bænheyrt þig. Sjá, ég mun blessa hann og gjöra hann frjósaman og margfalda hann mikillega. Tólf þjóðhöfðingja mun hann geta, og ég mun gjöra hann að mikilli þjóð.“

Guð gaf honum nafnið Ísmael sem þýðir „Guð heyrir“. Biblían segir: (Torah) IM 16:10-11 „Engill Drottins sagði við hana: Ég mun margfalda afkvæmi þitt, svo að það verði eigi talið fyrir fjölda sakir. Engill Drottins sagði við hana: Sjá, þú ert þunguð og munt son fæða. Hans nafn skalt þú kalla Ísmael, því að Drottinn hefir heyrt kveinstafi þína.“

Afkomendum Ísmaels og öðrum sonum Abrahams frá Keturah var gefið landið við austurströndina og voru kallaðir börnin eða fólkið í austri. Þetta eru forfeður Araba. Múhameð, spámaður múhameðstrúarmanna, rekur ættir sínar til Ísmaels í gegnum fyrsta soninn, Nebajót. Biblían segir: 1M 25:6, 12-18 „En sonum þeim, sem Abraham hafði átt með hjákonunum, gaf hann gjafir og lét þá, meðan hann enn var á lífi, fara burt frá Ísak syni sínum í austurátt, til austurlanda....Þetta er ættartal Ísmaels Abrahamssonar, sem Hagar hin egypska, ambátt Söru, ól honum. Og þessi eru nöfn Ísmaels sona, samkvæmt nöfnum þeirra, eftir kynþáttum þeirra. Nebajót var hans frumgetinn son, þá Kedar, Adbeel, Míbsam, Misma, Dúma, Massa, Hadar, Tema, Jetúr, Nafis og Kedma. Þessir eru synir Ísmaels, og þessi eru nöfn þeirra, eftir þorpum þeirra og tjaldbúðum, tólf höfðingjar, eftir ættkvíslum þeirra. Og þetta voru æviár Ísmaels: hundrað þrjátíu og sjö ár, þá andaðist hann og dó, og safnaðist til síns fólks. Og þeir bjuggu frá Havíla til Súr, sem er fyrir austan Egyptaland, í stefnu til Assýríu. Fyrir austan alla bræður sína tók hann sér bústað.“ Staðirnir sem eru nefndir í 18 versinu eru í Mið- og Norður-Arabíu.“

Vitringar frá Austurlöndum (Persíu) komu með gjafir handa Jesúbarninu. Biblían segir: (Injil) Mt 2:1-2 og 9-12 „Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Vér sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu....Þeir hlýddu á konung og fóru. Og stjarnan, sem þeir sáu austur þar, fór fyrir þeim, uns hana bar þar yfir, sem barnið var. Þegar þeir sáu stjörnuna, glöddust þeir harla mjög þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru. En þar sem þeir fengu bendingu í draumi að snúa ekki aftur til Heródesar, fóru þeir aðra leið heim í land sitt.“

Sagt hefur verið fyrir um að afkomendur Abrahams gegnum ættkvísl Ísmaels nunu færa lofgjörð í musteri Guðs. Flestir fræðimenn túlka þetta á þann veg að hér sé átt við það þegar þjóðirnar safnast saman á nýju jörðinni, himni, paradís. Biblían segir: (Torah) Jes 60:6-7 „Mergð úlfalda hylur þig, ungir úlfaldar frá Midían og Efa. Þeir koma allir frá Saba, gull og reykelsi færa þeir, og þeir kunngjöra lof Drottins. Allar hjarðir Kedars safnast til þín, hrútar Nebajóts þjóna þér: Þeir stíga upp á altari mitt mér til þóknunar, og hús dýrðar minnar gjöri ég dýrlegt.“ Þetta eru allt synir Abrahams, börnin úr austri, Arabar, forfeður múhameðstrúarmanna.