Home / Biblíuefni / Minnisvert

Minnisvert

Minnumst þess hvernig Guð hefur leitt okkur á liðnum tíma. Biblían segir: 5M 8:2 „Þú skalt minnast þess, hversu Drottinn Guð þinn hefir leitt þig alla leiðina þessi fjörutíu ár í eyðimörkinni til þess að auðmýkja þig og reyna þig, svo að hann kæmist að raun um, hvað þér býr í hjarta, hvort þú mundir halda boðorð hans eða ekki.“

Mundu að láta Guð hafa forgang á meðan þú ert ungur. Biblían segir: Pd 12:1 „Og mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum, áður en vondu dagarnir koma og þau árin nálgast, er þú segir um: Mér líka þau ekki“

Mundu eftir hinum heilaga degi Guðs. Biblían segir: 2M 20:8-10 „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna,“