Home / Biblíuefni / Tíundagreiðsla

Tíundagreiðsla

Áður en við byrjum að eyða eigum við að heiðra Guð með því að skila fyrst hans hluta. Biblían segir: Ok 3:9 „Tigna Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar“

Hvaða hluti tekna okkar tilheyrir Guði? Biblían segir: 3M 27:30 „Öll jarðartíund heyrir Drottni, hvort heldur er af ávexti jarðar eða aldinum trjáa. Hún er helguð Drottni.“

Tíundargreiðsla er leið til að kenna okkur að Guð á að hafa forgang í lífi okkar. Biblían segir: 5M 14:22-23 „Þú skalt tíunda vandlega allan ávöxt af útsæði þínu, allt það er vex á mörkinni, á ári hverju, og þú skalt eta frammi fyrir Drottni Guði þínum á þeim stað, sem hann velur til þess að láta nafn sitt búa þar, tíundina af korni þínu, aldinlegi þínum og olíu þinni og frumburði nautgripa þinna og sauðfénaðar, svo að þú lærir að óttast Drottin Guð þinn alla daga.“

Hvernig var tíundin notuð af Ísraelsmönnum? Biblían segir: 4M 18:21 „Og sjá, ég gef levítunum alla tíund í Ísrael til eignar fyrir þjónustuna, er þeir inna af hendi, þjónustuna við samfundatjaldið.“

Kristur mælti með tíundargreiðslu. Biblían segir: Mt 23:23 „Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér gjaldið tíund af myntu, anís og kúmeni, en hirðið ekki um það, sem mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti. Þetta ber að gjöra og hitt eigi ógjört að láta.“

Hvernig segir Páll að boðun fagnaðarerindisins eigi að vera fjármögnuð? Biblían segir: Kor 9:13-14 „Vitið þér ekki, að þeir, sem vinna við helgidóminn, lifa af því, sem kemur úr helgidóminum, og þeir, sem starfa við altarið, taka hlut með altarinu? Þannig hefur Drottinn einnig fyrirskipað að þeir, sem prédika fagnaðarerindið, skuli lifa af fagnaðarerindinu.“

Hver er grundvöllur kenningarinnar um tíundargreiðslur? Biblían segir: Sl 24:1-2 „Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er, heimurinn og þeir sem í honum búa. Því að hann hefir grundvallað hana á hafinu og fest hana á vötnunum.“

Hvaðan koma auðæfi? Biblían segir: 5M 8:18 „Minnstu heldur Drottins Guðs þíns, því að hann er sá, sem veitir þér kraft til að afla auðæfanna, til þess að hann fái haldið þann sáttmála, er hann sór feðrum þínum, eins og líka fram hefir komið til þessa.“

Hvað eigum við að leggja til starfsins auk tíundarinnar? Biblían segir: Sl 96:8 „Tjáið Drottni dýrð þá, er nafni hans hæfir, færið gjafir og komið til forgarða hans,“

Guð segir að við rænum frá honum ef við skilum ekki tíund og gjöfum. Biblían segir: Mal 3:8 „Á maðurinn að pretta Guð, úr því að þér prettið mig? Þér spyrjið: Í hverju höfum vér prettað þig? Í tíund og fórnargjöfum.“

Hvernig stingur Guð upp á að við reynum loforð hans um blessun? Biblían segir: Ml 3:10 „Færið alla tíundina í forðabúrið til þess að fæðsla sé til í húsi mínu, og reynið mig einu sinni á þennan hátt segir Drottinn allsherjar, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun.“

Gefið með gleði því þið kjósið að gleðja Guð. Biblían segir: 2Kor 9:7 „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.“

Guð segir að gjafir okkar ættu að vera í samræmi við það sem okkur hefur verið gefið á heiðarlegan hátt. Biblían segir: 5M 16:17 „Hver og einn skal koma með það, er hann getur látið af hendi rakna, eftir þeirri blessun, sem Drottinn Guð þinn hefir veitt þér.“