Home / Biblíuefni / Eiginkonur

Eiginkonur

Hvernig er góðri eiginkonu lýst? Biblían segir: Ok 31:10-29 „Væna konu, hver hlýtur hana? hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fénist. Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína. Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum. Hún er eins og kaupförin, sækir björgina langt að. Hún fer á fætur fyrir dag, skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum. Hún hefir augastað á akri og kaupir hann, af ávexti handa sinna plantar hún víngarð. Hún gyrðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum. Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm, á lampa hennar slokknar eigi um nætur. Hún réttir út hendurnar eftir rokknum, og fingur hennar grípa snælduna. Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda og réttir út hendurnar móti hinum snauða. Hún er ekki hrædd um heimilisfólk sitt, þótt snjói, því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati. Hún býr sér til ábreiður, klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura. Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum, þá er hann situr með öldungum landsins. Hún býr til skyrtur og selur þær, og kaupmanninum fær hún belti. Kraftur og tign er klæðnaður hennar, og hún hlær að komandi degi. Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar. Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauð. Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni: Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram!“

„Hvernig ætti eiginkonan að koma fram við eiginmann sinn? Biblían segir: Ef 5:22-24 „...Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.“ 1Pét 3:1-5 „Eins skuluð þér, eiginkonur, vera undirgefnar eiginmönnum yðar, til þess að jafnvel þeir, sem vilja ekki hlýða orðinu, geti unnist orðalaust við hegðun kvenna sinna, þegar þeir sjá yðar grandvöru og skírlífu hegðun. Skart yðar sé ekki ytra skart, hárgreiðslur, gullskraut og viðhafnarbúningur, heldur sé það hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda. Það er dýrmætt í augum Guðs. Þannig skreyttu sig einnig forðum hinar helgu konur, er settu von sína til Guðs. Þær voru eiginmönnum sínum undirgefnar,“

Þýðir þetta að konan verði alltaf að láta undan? Nei, hjónabandið krefst undirgefni beggja aðila. Biblían segir: Ef 5:21 „Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists:“