Home / Biblíuefni / Gallar/Annmarkar

Gallar/Annmarkar

Hvernig ættum við að bregðast við göllum annarra? Biblían segir: Mt 7:1-2 „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.“

Við ættum að bregðast við göllum annara með þolinmæði og tillitssemi. Biblían segir: Ef 4:2 „Verið í hvívetna lítillátir og hógværir. Verið þolinmóðir, langlyndir og umberið hver annan í kærleika.“

Getur verið rétt að benda öðrum á misgjörðir þeirra? Biblían segir: Mt 18:15 „Ef bróðir þinn syndgar gegn þér skaltu fara og tala um fyrir honum, og sé það ykkar einna í milli. Láti hann sér segjast, hefur þú unnið bróður þinn.“

Með hvaða hugarfari á að benda á misgjörðir? Biblían segir: Gl 6:1-3 „Bræður! Ef einhver misgjörð kann að henda mann, þá leiðréttið þér, sem andlegir eruð, þann mann með hógværð. Og haf gát á sjálfum þér, að þú freistist ekki líka. Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists. Sá sem þykist vera nokkuð, en er þó ekkert, dregur sjálfan sig á tálar.“