Home / Biblíuefni / Kynþáttafordómar

Kynþáttafordómar

Við erum öll eitt í Kristi. Biblían segir: Gl 3:28 „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú.“

Kynþáttafordómar eru synd. Biblían segir: Jk 2:8-9 „Ef þér uppfyllið hið konunglega boðorð Ritningarinnar: Þú skalt elska náunga þinn sem sjálfan þig, þá gjörið þér vel. En ef þér farið í manngreinarálit, þá drýgið þér synd og lögmálið sannar upp á yður að þér séuð brotamenn.“

Allir menn eiga sama forföður. Biblían segir: P 17:26 „Hann skóp og af einum allar þjóðir manna og lét þær byggja allt yfirborð jarðar, er hann hafði ákveðið setta tíma og mörk bólstaða þeirra.“

Guð tekur á móti fólki af öllum kynþáttum frá öllum menningarsvæðum, hver sem tunga þeirra er. Biblían segir: P 10:34-35 „Þá tók Pétur til máls og sagði: Sannlega skil ég nú, að Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverjum þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er.“