Home / Biblíuefni / Vændi

Vændi

Hverju líkjast skækjur? Biblían segir: Ok 9:13-18 „Frú Heimska er óhemja, einföld og veit ekkert. Hún situr úti fyrir húsdyrum sínum, á stól uppi á háu stöðunum í borginni til þess að kalla á þá, sem um veginn fara, þá er ganga beint áfram leið sína: Hver sem óreyndur er, komi hingað! og við þann sem óvitur er, segir hún: Stolið vatn er sætt, og lostætt er launetið brauð. Og hann veit ekki, að þar eru hinir framliðnu, að þeir sem hún hefir boðið heim, eru í djúpum Heljar“.

Guð bannar vændi. Biblían segir: Ok 5:3-14 „Því að hunangsseimur drýpur af vörum lauslátrar konu, og gómur hennar er hálli en olía. En að síðustu er hún beiskari en malurt, beitt eins og tvíeggjað sverð. Fætur hennar ganga niður til dauðans, spor hennar liggja til Heljar. Til þess að hún hitti ekki leið lífsins, eru brautir hennar á reiki, og hún veit ekki hvert hún fer. Heyrið mig því, synir, og víkið eigi frá orðum munns míns. Legg leið þína langt frá henni og kom þú ekki nálægt húsdyrum hennar, svo að þú gefir ekki öðrum æskublóma þinn og ár þín grimmum manni, svo að útlendir menn mettist ekki af eigum þínum og aflafé þitt lendi ekki í annarlegu húsi, og þú andvarpir að lokum, þá er líkami þinn og hold veslast upp, og segir: Hversu hefi ég hatað aga og hjarta mitt fyrirlitið umvöndun! að ég skyldi ekki hlýða raustu kennara minna og hneigja eyra mitt til þeirra, er fræddu mig! Við sjálft lá, að ég hefði ratað í mestu ógæfu á miðju dómþingi safnaðarins.“

Guð vill að við séum hreinlíf. Biblían segir: 1Þ 4:3 „Það er vilji Guðs, að þér verðið heilagir. Hann vill, að þér haldið yður frá frillulífi, 2M.20:14 „Þú skalt ekki drýgja hór.“

Guð býður skækjum frelsun og fyrirgefningu. Biblían segir: Mt 21:31-32 „Þá mælti Jesús: Sannlega segi ég yður: Tollheimtumenn og skækjur verða á undan yður inn í Guðs ríki. Því að Jóhannes kom til yðar og vísaði veg réttlætis, og þér trúðuð honum ekki, en tollheimtumenn og skækjur trúðu honum. Það sáuð þér, en snerust samt ekki síðar og trúðuð honum.“

Guð telur skækjuna Rahab með hinum frelsuðu. „Biblían segir: Heb 11:31 „Fyrir trú var það, að skækjan Rahab fórst ekki ásamt hinum óhlýðnu, þar sem hún hafði tekið vinsamlega móti njósnarmönnunum.“