Home / Biblíuefni / Óþolinmæði

Óþolinmæði

Hvernig megum við auka þolinmæði okkar? Mannleg þolinmæði þróast í erfiðleikum. Biblían segir: Rm 5:3 „En ekki það eitt: Vér fögnum líka í þrengingunum, með því að vér vitum, að þrengingin veitir þolgæði,“ Jak 1:3-4 „Þér vitið, að trúarstaðfesta yðar vekur þolgæði, en þolgæðið á að birtast í fullkomnu verki, til þess að þér séuð fullkomnir og algjörir og yður sé í engu ábótavant.“

Þolinmæði okkar er háð því hversu traust tengsl okkar eru við Guð . Biblían segir: Opb 14:12 „Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.“

Fólk Guðs er þolinmótt hvert við annað. Biblían segir: Ef. 4:2 „Verið í hvívetna lítillátir og hógværir. Verið þolinmóðir, langlyndir og umberið hver annan í kærleika.“

Þeir sem eru þolinmóðir erfa það sem hefur verið lofað. Biblían segir: Heb 6:12 „Gjörist ekki sljóir. Breytið heldur eftir þeim, sem vegna trúar og stöðuglyndis erfa fyrirheitin.“

Bíðið þolinmóð komu Drottins. Biblían segir: Jk 5:7-8 „Þreyið því, bræður, þangað til Drottinn kemur. Sjáið akuryrkjumanninn, hann bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar og þreyir eftir honum, þangað til hann hefur fengið haustregn og vorregn. Þreyið og þér, styrkið hjörtu yðar, því að koma Drottins er í nánd.“