Home / Biblíuefni / Óheiðarleiki

Óheiðarleiki

Guð væntir og verðskuldar heiðarleika. Biblían segir: Sl 51:6 „Því ert þú réttlátur, er þú talar, hreinn, er þú dæmir.“

Að vera óheiðarlegur gagnvart einhverjum getur verið jafn skaðlegt og líkamlegir áverkar. Biblían segir: Ok 25:18 „Hamar og sverð og hvöss ör svo er maður, sem ber falsvitni gegn náunga sínum.“

Guð samþykkir ekki óheiðarleika í viðskiptum. Biblían segir: Ok 20:23 „Tvenns konar vog er Drottni andstyggð, og svikavog er ekki góð.“

Verum heiðarleg og hreinskilin. Biblían segir: 1Þ 2:3 „Boðun vor er ekki sprottin af villu né af óhreinum hvötum og vér reynum ekki að blekkja neinn.“ 2Kor 8:21 „Því að vér ástundum það sem gott er, ekki aðeins fyrir Drottni, heldur og fyrir mönnum.“

Tvö boðorðanna fjalla um heiðarleika. Biblían segir: 2M 20:15-16 „Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.“

Leiðtogar virða þá sem segja sannleikann. Biblían segir: Ok 16:13 „Réttlátar varir eru yndi konunga, og þeir elska þann, er talar hreinskilni.“

Sannleikurinn er meira virði en smjaður. Biblían segir: Ok 28:23 „Sá sem ávítar mann, mun á síðan öðlast meiri hylli heldur er tungumjúkur smjaðrari.“

Börn heiðarlegra foreldra eru lánsöm. Biblían segir: Ok 20:7 „Réttlátur maður gengur fram í ráðvendni sinni, sæl eru því börn hans eftir hann.“

Segið sannleikann. Biblían segir: Ok 12:13-14 „Yfirsjón varanna er ill snara, en hinn réttláti bjargast úr nauðum. Af ávexti munnsins mettast maðurinn gæðum, og það sem hendur hans hafa öðrum gjört, kemur aftur yfir hann.“

Sviksamleg viðskipti eru ekki happasöm. Biblían segir: Ok 20:17 „Sætt er svikabrauðið, en eftir á fyllist munnurinn möl.“

Auður sem aflað er með óráðvendni endist ekki. Biblían segir: Ok 21:6 „Fjársjóðir, sem aflað er með lygatungu, eru sem þjótandi vindblær, snörur dauðans.“

Vinnum til að þóknast Guði. Biblían segir: Ok 11:1 „Svikavog er Drottni andstyggð, en full vog yndi hans. Guð virðir heiðarleika best.“

Guð metur heiðarleika mest. Biblían segir: Ok 21:3 „Að iðka réttlæti og rétt er Drottni þóknanlegra en sláturfórn.“