Home / Biblíuefni / Þakklæti

Þakklæti

Byrjið daginn með þakklæti í huga. Biblían segir: Sl 92:2-3 „Gott er að lofa Drottin og lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti, að kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nætur.“

Eitt fyrsta merki þess að menn séu að hafna Guði er að þeir gleyma að þakka honum. Biblían segir: Rm 1:21 „Þeir þekktu Guð, en hafa samt ekki vegsamað hann eins og Guð né þakkað honum, heldur hafa þeir gjörst hégómlegir í hugsunum sínum, og hið skynlausa hjarta þeirra hefur hjúpast myrkri.“

Þakkið Guði í öllum kringumstæðum. Biblían segir: 1Þ5:18 „Þakkið alla hluti, því að það er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú.“

Þegar við þökkum Guði, gleymum ekki hvaðan allar blessanir koma. Biblían segir: Sl 103:2 „Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.“