Home / Biblíuefni / Þúsund ára ríkið

Þúsund ára ríkið

Við endurkomuna fer fólk Guðs til himna. Biblían segir: 1Þ 4:16-17 „Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.“

Við endurkomu Krists verða hinir óguðlegu örmagna af hræðslu og örvæntingu. Biblían segir: Op 6:16-17 „Og þeir segja við fjöllin og hamrana: Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu hans, sem í hásætinu situr, og fyrir reiði lambsins; því að kominn er dagurinn, hinn mikli dagur reiði þeirra, og hver mun geta staðist?“

Leiðtogum hinna óguðlegu verður eytt með anda Drottins Jesú og hinir drepnir með sverði hans. Biblían segir: 2Þ 2:8 „Þá mun lögleysinginn opinberast, og honum mun Drottinn Jesús tortíma með anda munns síns og að engu gjöra þegar hann birtist við endurkomu sína.“ Op 19:21 „Og hinir voru drepnir með sverði þess, er á hestinum sat, sverðinu, sem út gekk af munni hans“

Þegar Jesús kemur aftur munu hinir réttlátu fara til himins og hinir ranglátu tortímast. Þá verður enginn mannleg vera á jörðinni um tíma. Biblían segir: Jer 4:23-25 „Ég leit jörðina, og sjá, hún var auð og tóm; ég horfði til himins, og ljós hans var slokknað. Ég leit á fjöllin, og sjá, þau nötruðu, og allar hæðirnar, þær bifuðust. Ég litaðist um, og sjá, þar var enginn maður, og allir fuglar himinsins voru flúnir.“

Hinir ranglátu verða áfram kyrrir í gröfunum í þúsund ár. Biblían segir: Op 20:4-5 „Og ég sá hásæti og menn settust í þau og dómsvald var þeim fengið, og ég sá sálir þeirra, sem hálshöggnir höfðu verið sakir vitnisburðar Jesú og sakir orðs Guðs. Það voru þeir hinir sömu sem höfðu ekki tilbeðið dýrið né líkneski þess og ekki fengið merki á enni sér og hönd.” Og þeir (fólk Guðs) lifnuðu og ríktu með Kristi um þúsund ár. En aðrir dauðir lifnuðu ekki fyrr en þúsund árin voru liðin. Þetta er fyrri upprisan.

Meðan hinir réttlátu eru á himnum og hinir ranglátu eru dauðir hefur Satan engan stað nema auða jörðina til dvalar í þúsund ár. Biblían segir: Op 20:1-3 „Nú sá ég engil stíga niður af himni. Hann hélt á lykli undirdjúpsins og stórum fjötri í hendi sér. Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. Hann kastaði honum í undirdjúpið og læsti og setti innsigli yfir, svo að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega, allt til þess er fullnuðust þúsund árin. Eftir það á hann að vera leystur um stuttan tíma.“

Við lok þúsund áranna mun borgin helga koma niður frá himnum til jarðarinnar. Biblían segir: Op 21:1-3 „Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið er ekki framar til. Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum. Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra.“

Við upprisu hinna ranglátu og lausn Satans munu þeir reyna að yfirvinna borgina helgu. Biblían segir: Op 20:7-9 „Þegar þúsund árin eru liðin, mun Satan verða leystur úr fangelsi sínu. Og hann mun út ganga til að leiða þjóðirnar afvega, þær sem eru á fjórum skautum jarðarinnar, Góg og Magóg, og safna þeim saman til stríðs, og tala þeirra er sem sandur sjávarins. Og þeir stigu upp á víðan völl jarðar og umkringdu herbúðir heilagra og borgina elskuðu. En eldur féll af himni ofan og eyddi þeim.“

Þeim verður eytt í eldi helvítis. Biblían segir: Op 20:9 „En eldur féll af himni ofan og eyddi þeim.“