Agi

Agi er túlkun á kærleika. Biblían segir: Heb 12:5-11 „Sonur minn, lítilsvirð ekki hirtingu Drottins, og lát ekki heldur hugfallast er hann tyftar þig. Því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur. Þolið aga. Guð fer með yður eins og syni. Hver er sá sonur, sem faðirinn ekki agar? En séuð þér án aga, sem allir hafa fyrir orðið, þá eruð þér þrælbornir og ekki synir. Enn er það, að vér bjuggum við aga jarðneskra feðra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum vér þá ekki miklu fremur vera undirgefnir föður andanna og lifa? Feður vorir öguðu oss um fáa daga, eftir því sem þeim leist, en oss til gagns agar hann oss, svo að vér fáum hlutdeild í heilagleika hans. Í bili virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni, heldur hryggðar, en eftir á gefur hann þeim, er við hann hafa tamist, ávöxt friðar og réttlætis.“

Foreldrar sýna kærleika með því að aga. Biblían segir: Ok 13:24 „Sá sem sparar vöndinn, hatar son sinn, en sá sem elskar hann, agar hann snemma.“

Agi á meðan börnin eru ung getur afstýrt vandamálum seinna. Biblían segir: Ok 19:18 „Aga þú son þinn, því að enn er von, en farðu eigi svo langt, að þú deyðir hann.“