Home / Biblíuefni / Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni getur eyðilagt. Biblían segir: Gal 5:15 „En ef þér bítist og etið hver annan upp, þá gætið þess, að þér tortímist ekki hver fyrir öðrum.“

Sá sem gagnrýnir aðra hefur oft þörf fyrir sjálfsgagnrýni. Biblían segir: Matt 7:1-5 „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga sjálfs þín. Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.“

Fúsleiki til að fyrirgefa er hluti af uppbyggjandi gagnrýni. Bbiblían segir: Lk 17:3 „Hafið gát á sjálfum yður. Ef bróðir þinn syndgar, þá ávíta hann, og ef hann iðrast, þá fyrirgef honum.“

Vertu varkár í gagnrýni þinni: Biblían segir: Rm 14:1 „Takið að yður hina óstyrku í trúnni, án þess að leggja dóm á skoðanir þeirra.“

Þeir sem gagnrýna munu gagnrýndir verða. (Eins og við sáum uppskerum við) Biblían segir: Lk 6:37-38 „Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða. Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.“

Kristið fólk tileinkar sér og lærir af viðeigandi jákvæðri gagnrýni. Biblían segir: Ok 9:8-9 „Ávíta eigi spottarann, svo að hann hati þig eigi, ávíta hinn vitra, og hann mun elska þig. Gef hinum vitra, þá verður hann að vitrari, fræð hinn réttláta, og hann mun auka lærdóm sinn.“

Besta vörn gegn gagnrýni er hrein samviska. Biblían segir:1Pt 3:16 „En gjörið það með hógværð og virðingu, og hafið góða samvisku, til þess að þeir, sem lasta góða hegðun yðar sem kristinna manna, verði sér til skammar í því, sem þeir mæla gegn yður.“