Home / Biblíuefni / Hver er uppruni minn?

Hver er uppruni minn?

Hvað kennir Biblían um sköpun? Guð er skaparinn. Biblían segir: 1Mós 1:1 „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.“ Guð opinberar sig í sköpunarverkinu. Biblían segir: Sl 19:2 „Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa.“ Sköpunin bendir á tilveru Guðs og ábyrgð okkar. Biblían segir: Rm 1:20 „Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum hans. Mennirnir eru því án afsökunar.“ Guð talaði og það varð: Biblían segir: Sl 33:6, 9 „Fyrir orð Drottins voru himnarnir gjörðir og öll þeirra prýði fyrir anda munns hans. því að hann talaði og það varð, hann bauð þá stóð það þar.“ Guð skapaði heiminn á sex dögum. Biblían segir: 2M 20:11 ...„því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.“ Fyrir hvern skapaði Guð alla hluti? Biblían segir: Kól 1:16 „Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans.“ Jh 1:3-3 „Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.“ Hver var tilgangur Guðs með sköpun heimsins? Biblían segir: Jes 45:18 „Já, svo segir Drottinn, sá er himininn hefir skapað hann einn er Guð, sá er jörðina hefir myndað og hana til búið, hann, sem hefir grundvallað hana og hefir eigi skapað hana til þess, að hún væri auðn, heldur myndað hana svo, að hún væri byggileg: Ég er Drottinn, og enginn annar.“ Hvernig skapaði Guð íbúa jarðarinnar? Biblían segir: 1M 2:7, 21, 22 „Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál. Þá lét Drottinn Guð fastan svefn falla á manninn. Og er hann var sofnaður, tók hann eitt af rifjum hans og fyllti aftur með holdi. Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu, er hann hafði tekið úr manninum, og leiddi hana til mannsins.“ Í hvers mynd var maðurinn skapaður? Biblían segir„ 1M 1:27 „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.“ Hvaða hlutverk fékk Guð manninum? Biblían segir: 1M 1:26 „Guð sagði: Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni.“ Sl 8:4-7 „Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess? Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann. Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans:“