Home / Biblíuefni / Sektarkennd

Sektarkennd

Við erum lýst saklaus vegna Krists. Rm 3:21-22 „En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennirnir vitna um, verið opinberað án lögmáls. Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa. Hér er enginn greinarmunur:“

Guð getur friðað seka samvisku okkar.1Jh 3:19-21 Af þessu munum vér þekkja, að vér erum sannleikans megin og munum geta friðað hjörtu vor frammi fyrir honum, hvað sem hjarta vort kann að dæma oss fyrir. Því að Guð er meiri en hjarta vort og þekkir alla hluti. Þér elskaðir, ef hjartað dæmir oss ekki, þá höfum vér djörfung til Guðs.

Hvers ber að minnast þegar við finnum til sektar? Biblían segir: Rm 8:31-34 „Hvað eigum vér þá að segja við þessu? Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss? Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum? Hver skyldi ásaka Guðs útvöldu? Guð sýknar. Hver sakfellir? Kristur Jesús er sá, sem dáinn er. Og meira en það: Hann er upprisinn, hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir oss.“

Trúum að Guð hafi sannlega fyrirgefið og hættum að vera með sektartilfinningu. Sl 32:1-7 „Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin. Sæll er sá maður er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá er eigi geymir svik í anda. Meðan ég þagði, tærðust bein mín, allan daginn kveinaði ég, því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér, lífsvökvi minn þvarr sem í sumarbreiskju. Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgjörð mína. Ég mælti: Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni, og þú fyrirgafst syndasekt mína. Þess vegna biðji þig sérhver trúaður, meðan þig er að finna. Þótt vatnsflóðið komi, nær það honum eigi. Þú ert skjól mitt, þú leysir mig úr nauðum, með frelsisfögnuði umkringir þú mig.“