Home / Biblíuefni / Vanmáttarkennd

Vanmáttarkennd

Framkoma annarra getur uppörvað okkur. Biblían segir: 1Þ 3:7 „Sökum þessa höfum vér, bræður, huggun hlotið vegna trúar yðar þrátt fyrir alla neyð og þrengingu.“

Það er uppörvandi að hugsa um eilífðarvonina sem Jesús býður. Biblían segir: 1Pt 1:6-7 „Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. Það er til þess að trúarstaðfesta yðar, langtum dýrmætari en forgengilegt gull, sem þó stenst eldraunina, geti orðið yður til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists.“

Við uppörvumst með því að uppörva aðra. Biblían segir: Rm 1:11-12 „Því að ég þrái að sjá yður, til þess að ég fái veitt yður hlutdeild í andlegri náðargjöf, svo að þér styrkist, eða réttara sagt: Svo að vér getum uppörvast saman fyrir hina sameiginlegu trú, yðar og mína.“

Við hljótum uppörvun þegar við minnumst þess að Guð hefur leitt lýð sinn á liðnum tíma. Biblían segir: Js 24:16-17 „Þá svaraði lýðurinn og sagði: Fjarri sé það oss að yfirgefa Drottin og þjóna öðrum guðum. Því að Drottinn er vor Guð, hann sem leitt hefir oss og feður vora af Egyptalandi, úr þrælahúsinu, og gjört hefir þessi miklu undur að oss ásjáandi og varðveitt oss á allri þeirri leið, sem vér höfum nú farið, og meðal allra þeirra þjóða, þar sem vér höfum lagt um leið vora.“

Uppörvið hvert annað með því að minnast á það sem þið kunnið að meta. Biblían segir: 1Þ 5:11 „Áminnið því hver annan og uppbyggið hver annan, eins og þér og gjörið.“

Hvetjið stöðuglega þá sem eru nýir í trúnni. Biblían segir: P 14:21-22 „Þegar þeir höfðu boðað fagnaðarerindið í þeirri borg og gjört marga að lærisveinum,.... styrktu þeir lærisveinana og hvöttu þá til að vera staðfastir í trúnni. Þeir sögðu: Vér verðum að ganga inn í Guðs ríki gegnum margar þrengingar.“

Uppörvið og hvetjið leiðtoga kirkjunnar. Biblían segir: 1Þ 5:12-13 „Vér biðjum yður, bræður, að sýna þeim viðurkenningu, sem erfiða á meðal yðar og veita yður forstöðu í Drottni og áminna yður. Auðsýnið þeim sérstaka virðingu og kærleika fyrir verk þeirra. Lifið í friði yðar á milli.“

Guð uppörvar okkur og hvetur þegar við erum niðurdregin. Biblían segir: Jer 29:11 „Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður segir Drottinn fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.“

Guð lofar uppörvun þegar ég þarfnast hennar. Biblían segir: Sl 138:3 „Þegar ég hrópaði, bænheyrðir þú mig, þú veittir mér hugmóð, er ég fann kraft hjá mér.“

Minnumst þess að Guð hefur ekki gefist upp á neinu okkar ennþá. Fl 1:6 „Og ég fulltreysti einmitt því, að hann, sem byrjaði í yður góða verkið, muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists.“