Home / Biblíuefni / Börn Guðs

Börn Guðs

Hver eru börn Guðs? Andleg endurfæðing gerir okkur að börnum Guðs. Biblían segir: Jh 1:12 „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans. Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.“

Guð gefur okkur tækifæri til að vera börn hans. 1Jh 3:1 „Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn. Og það erum vér. Heimurinn þekkir oss ekki, vegna þess að hann þekkti hann ekki.“

Guð hefur ættleitt hina kristnu. Biblían segir: Rm 8:16 „Sjálfur andinn vitnar með vorum anda, að vér erum Guðs börn.“ Gal 4:4-5 „En þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli, til þess að hann keypti lausa þá, sem voru undir lögmáli, og vér fengjum barnaréttinn.“

Lærum af börnunum. Biblían segir: Lk 18:16-17 „En Jesús kallaði þau til sín og mælti: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma.“