Home / Biblíuefni / Eignir

Eignir

Eignir eru skammvinnar. Biblían segir: 3M 25:23 „Landið skal eigi selt fyrir fullt og allt, því að landið er mín eign, því að þér eruð dvalarmenn og hjábýlingar hjá mér.“

Við ættum ekki að leyfa eignum okkar að ráða yfir okkur. Biblían segir: Mt 6:24„Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón. Lúk 12:15 Og hann sagði við þá: Gætið yðar, og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum, þótt auðugur sé.“

Eignir eru ekki nauðsynlegar til að gera okkur hamingjusöm og ánægð. Biblían segir: Fl 4:12-13 „Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlutum, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort. Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.“

Það er óviturlegt að hugsa meira um okkar eigin húsnæði en hús Guðs. Biblín segir: , Hg 1:9 Þér búist við miklu, en fáið lítið í aðra hönd, og þó þér flytjið það heim, þá blæs ég það burt. Hvers vegna? segir Drottinn allsherjar. Vegna húss míns, af því að það liggur í rústum, meðan sérhver yðar flýtir sér með sitt hús.“

Við ættum að deila eignum okkar með þeim sem eru þurfandi. Biblían segir: „P 2:44-46 Allir þeir sem trúðu héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt. Þeir seldu eignir sínar og fjármuni og skiptu meðal allra eftir því sem hver hafði þörf á. Daglega komu þeir saman með einum huga í helgidóminum, þeir brutu brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans.“