Home / Biblíuefni / Heiðarleiki

Heiðarleiki

Heiðarleiki er að vera það sem við segjumst vera. Biblían segir: Sl 25:21 „Lát ráðvendni og hreinskilni gæta mín, því að á þig vona ég.“

Erfiðasta prófraun heiðarleikans eru fjármunir. Biblían segir: Lk 16:10-11 „Sá sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu, og sá sem er ótrúr í því smæsta, er og ótrúr í miklu. Ef þér reynist ekki trúir í hinum rangláta mammón, hver trúir yður þá fyrir sönnum auði?“