Home / Biblíuefni / Kristallar

Kristallar

Margir telja að kristallar hafi töframátt sem hægt sé að nota til lækninga. Sumir álíta að kristallar geti líka örvað andlegan vöxt og komið til leiðar jákvæðri breytingu í lífinu. Heiðingjarnir á dögum Bbiblíunnar notuðu heilaga steina sem töfragripi. Þetta voru kallaðir verndargripir og voru venjulega festir í armband eða hálsfesti. Hlutverk þeirra var að vernda persónuna gegn neikvæðri orku, illsku og meiðslum og til að öðlast velgengni. Guð varaði mjög hinar fölsku spákonur Ísraels við þessu en þær höfðu vegna fráfalls frá hinni sönnu trú tileinkað sér venjur heiðingjanna og báru verndargripi. Biblían segir: Esk 13:18, 20-21 „Svo segir Drottinn Guð: ´Vei þeim, sem sauma bindi fyrir alla úlnliði og búa til skýlur fyrir höfuð manna, hvers vaxtar sem er, til þess að veiða sálir. Hvort ætlið þér að veiða sálir hjá þjóð minni og halda lífinu í sálum yður til handa? Fyrir því segir Drottinn Guð svo: Sjá, ég skal hafa hendur á bindum yðar, þeim er þér veiðið með sálir, og ég skal slíta þau af armleggjum yðar og láta lausar sálir þær, er þér veiðið, sem væru þær fuglar. Og ég skal slíta sundur skýlur yðar og frelsa lýð minn úr yðar höndum, svo að þeir séu ekki lengur veiðifang í yðar höndum, og þér skuluð viðurkenna, að ég er Drottinn.´“

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að flestir sérfræðingar sem mæla með kristöllum til lækninga iðka líka dulspeki. Hvað segir Guð um þátttöku í dulspeki? Biblían segir: 5M 18:9-12 „Þegar þú kemur inn í landið, sem Drottinn Guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki taka upp svívirðingar þessara þjóða. Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkynngi, eða töframaður eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér.“

Kraftaverk, tákn og undur geta oft verið verk Satans. Biblían segir: 2Þ 2:9-10 „Lögleysinginn kemur fyrir tilverknað Satans með miklum krafti, lygatáknum og undrum og með alls konar ranglætisvélum, sem blekkja þá, sem glatast, af því að þeir veittu ekki viðtöku og elskuðu ekki sannleikann, svo að þeir mættu verða hólpnir.“

Sönn lækning er frá Guði. Biblían segir: Sl 103:2-4 „Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn.“

Við endurkomu Jesú verður þeim sem iðka hið dulræna varnað inngöngu í himininn. Biblían segir: Opb 22:14-15 „Sælir eru þeir, sem þvo skikkjur sínar. Þeir fá aðgang að lífsins tré og mega ganga um hliðin inn í borgina. Úti gista hundarnir og töframennirnir og frillulífismennirnir og manndrápararnir og skurðgoðadýrkendurnir og hver sem elskar og iðkar lygi.“