Home / Biblíuefni / Lífsstíll

Lífsstíll

Lífsvenjur okkar ættu að vera agaðar. Biblían segir: 1Kor 9:24-25. „Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig, að þér hljótið þau. Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan.“

Lífstíll okkar ætti að vera í samræmi við orð Guðs. Biblían segir: 2Tím 2:15 „Legg kapp á að reynast hæfur fyrir Guði sem verkamaður, er ekki þarf að skammast sín og fer rétt með orð sannleikans.“