Home / Biblíuefni / Mistök

Mistök

Þótt okkur mistakist gefst okkur annað tækifæri. Biblían segir: Sl 37:23-24 „Frá Drottni kemur skrefum mannsins festa, þegar hann hefir þóknun á breytni hans. Þótt hann falli, þá liggur hann ekki flatur, því að Drottinn heldur í hönd hans.“

„Góðu“ fólki mistekst líka. Biblían segir: Sl 34:20 „Margar eru raunir réttláts manns, en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum.“

Látið ekki mistök draga úr ykkur kjarkinn. Biblían segir: Js 1:9 „Hefi ég ekki boðið þér: Ver þú hughraustur og öruggur? Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur.“

Þér getur gengið betur næst. Biblían segir: Fl 4:13 „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.“