Home / Biblíuefni / Náttúran

Náttúran

Náttúran sýnir okkur hvernig Guð er. Biblían segir: Sl 19:2. „Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa.“

Máttur Guðs stjórnar náttúrunni. Biblían segir: Mt 8:26 „Hann sagði við þá: Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlir? Síðan reis hann upp og hastaði á vindinn og vatnið, og varð stillilogn.“

Náttúran sannar að Guð er til. Biblían segir: Rm 1:20 „Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum hans. Mennirnir eru því án afsökunar,“ (þegar þeir koma fram fyrir Guð á dómsdegi).

Sjálf náttúran bíður eftir lausn frá áhrifamætti syndarinnar. Biblían segir: Rm 8:19-22 „Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber. Sköpunin var undirorpin fallvaltleikanum, ekki sjálfviljug, heldur vegna hans, sem varp henni undir hann, í von um að jafnvel sjálf sköpunin muni verða leyst úr ánauð forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna. Vér vitum, að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa.