Home / Biblíuefni / Orð

Orð

Orð okkar ættu að vera Guði þóknanleg. Biblían segir: Sl 19:15 „Ó að orðin af munni mínum yrðu þér þóknanleg og hugsanir hjarta míns kæmu fram fyrir auglit þitt, þú Drottinn, hellubjarg mitt og frelsari!“

Orð eru svo máttug að þögn er stundum besti kosturinn. Biblían segir: Ok 13:3 „Sá sem gætir munns síns, varðveitir líf sitt, en glötun er búin þeim, er ginið glennir.“

Tal okkar lýsir hugsunum okkar. Biblían segir: Mt 12:34 „Þér nöðru kyn, hvernig getið þér, sem eruð vondir, talað gott? Af gnægð hjartans mælir munnurinn.“

Orð okkar eru mikilvæg því við komum fram í nafni Krists. Biblían segir: Kól 4:6 „Mál yðar sé ætíð ljúflegt, en salti kryddað, til þess að þér vitið, hvernig þér eigið að svara hverjum manni.“

Hvað ætti að einkenna málfar okkar? Biblían segir: Ef 5:4 „Ekki heldur svívirðilegt hjal eða ósæmandi spé. Þess í stað komi miklu fremur þakkargjörð.“

Með orðum okkar getum við hjálpað öðrum á lífsleið þeirra. Biblían segir: Ok 25:11 „Gullepli í skrautlegum silfurskálum svo eru orð í tíma töluð.“ Jes 50:4 „Hinn alvaldi Drottinn hefir gefið mér lærisveina tungu, svo að ég hefði vit á að styrkja hina mæddu með orðum mínum. “

Eitt boðorðanna bannar að misnota nafn Guðs. Biblían segir: 2M 20:7 „Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.“