Home / Biblíuefni / Þögn

Þögn

Orðum er oft ofaukið. Biblían segir: Jb 2:13 „Og þannig sátu þeir hjá honum á jörðu sjö daga og sjö nætur, og enginn þeirra yrti á hann, því að þeir sáu, hversu mikil kvöl hans var.“

Við getum sýnt Guði virðingu með því að vera hljóð. Biblían segir: Sl 46:11 „Verið kyrrir og viðurkennið, að ég er Guð, hátt upphafinn meðal þjóðanna, hátt upphafinn á jörðu.“

Lotning felur í sér þögn. Biblían segir: Hb 2:20 „En Drottinn er í sínu heilaga musteri, öll jörðin veri hljóð fyrir honum!“