Home / Biblíuefni / Boðorðin tíu

Boðorðin tíu

Lögmál Guðs innifelur tíu boðorð. Biblían segir í 2Mós 20:1-17 „Guð talaði öll þessi orð og sagði: (1 ) Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. (2) Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín. (3) Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma. (4) Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann. (5 ) Heiðra föður þinn og móður þína, svo að þú verðir langlífur í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér. (6) Þú skalt ekki morð fremja. (7) Þú skalt ekki drýgja hór. (8) Þú skalt ekki stela. (9)Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. (10) Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.“

Hverjar eru meginreglur lögmáls Guðs? Biblían segir: Rm 13:10 „Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins.“

Kærleikurinn er kjarninn í lögmáli Guðs. Mt 22:37-40 „Hann svaraði honum: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“

Viðhorf okkar til lögmáls Guðs fær gildi fyrir áhrif Jesú. Biblían segir: Mt 5:17-18 „Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.“

Lögmál Guðs veitir leiðbeiningar en réttlætir ekki. Biblían segir: Gl 2:15-16 „Vér erum fæddir Gyðingar, ekki syndarar af heiðnu bergi brotnir. En vér vitum, að maðurinn réttlætist ekki af lögmálsverkum, heldur fyrir trú á Jesú Krist. Og vér tókum trú á Krist Jesú, til þess að vér réttlættumst af trú á Krist, en ekki af lögmálsverkum. Enda réttlætist enginn lifandi maður af lögmálsverkum.“

Það er skylda okkar að lifa samkvæmt lögmáli Guðs. Biblían segir: Pd 12:13 „Vér skulum hlýða á niðurlagsorðið í því öllu: Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því að það á hver maður að gjöra.“

Hvert er sambandið milli lögmáls og syndar? Biblían segir: 1Jh 3:4 „Hver sem synd drýgir fremur og lögmálsbrot. Syndin er lögmálsbrot.“

Er nauðsynlegt að halda öll boðorðin? Biblían segir: Jk 2:10-11 „Þótt einhver héldi allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess. Því sá sem sagði: Þú skalt ekki hórdóm drýgja , hann sagði líka: Þú skalt ekki morð fremja. En þó að þú drýgir ekki hór, en fremur morð, þá ertu búinn að brjóta lögmálið.“

Getum við þekkt Guð án þess að halda boðorðin? Bbiblían segir: 1Jh 2:4-6 „Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum. En hver sem varðveitir orð hans, í honum er sannarlega kærleikur til Guðs orðinn fullkominn. Af því þekkjum vér, að vér erum í honum. Þeim sem segist vera stöðugur í honum, honum ber sjálfum að breyta eins og hann breytti.“

Hvert er hlutverk lögmálsins? Biblían segir: Rm 3:20 „Með því að enginn lifandi maður réttlætist fyrir honum af lögmálsverkum. En fyrir lögmál kemur þekking syndar.“

Frelsumst við með því að halda lögmálið? Biblían segir: Rm 3:27-31 „Hvar er þá hrósunin? Hún er úti lokuð. Með hvaða lögmáli? Verkanna? Nei, heldur með lögmáli trúar. Vér ályktum því, að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka. Eða er Guð einungis Guð Gyðinga? Ekki líka heiðingja? Jú, líka heiðingja; svo sannarlega sem Guð er einn, sem mun réttlæta umskorna menn af trú og óumskorna fyrir trúna. Gjörum vér þá lögmálið að engu með trúnni? Fjarri fer því. Vér staðfestum lögmálið.“