Home / Biblíuefni / Einvera

Einvera

Stundum þörfnumst við einveru til að geta tekist á við sársauka. Biblían segir: Mt 14:13 „Þegar Jesús heyrði þetta, fór hann þaðan á báti á óbyggðan stað og vildi vera einn.“

Einvera getur verið gagnleg til bænahalds. Biblían segir: Mt 14:23 „Og er hann hafði látið fólkið fara, gekk hann til fjalls að biðjast fyrir í einrúmi.“ Mk 1:35 „Og árla, löngu fyrir dögun, fór hann á fætur og gekk út, vék burt á óbyggðan stað og baðst þar fyrir.“

Fyrst Jesús þarfnaðist einveru til hljóðlátrar íhugunar hversu miklu meiri er þörf okkar? Biblían segir: Lk 4:42 „Þegar dagur rann, gekk hann burt á óbyggðan stað, en mannfjöldinn leitaði hans. Þeir fundu hann og vildu aftra því, að hann færi frá þeim.“