Home / Biblíuefni / Fóstureyðing

Fóstureyðing

Hvað segir Guð um líf og séreinkenni fóstursins? Áður en við fæðumst erum við einstök og mikilvæg. Biblían segir Jer 1:5 „Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig. Ég hefi ákvarðað þig til að vera spámann þjóðanna!”

Á meðan einstaklingurinn er í móðurkviði er Guð starfandi í lífi hans. Biblían segir: Sl 139:13-14 „Því að þú hefir myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi. Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel”

Boðorð Guðs banna að taka líf annarra. Biblían segir: 2M 20:13 „Þú skalt ekki morð fremja.” Mt 7:1-2 „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.“