Home / Biblíuefni / Forysta/Leiðsögn

Forysta/Leiðsögn

Árangursríkir leiðtogar fela öðrum verkefni og meta framlag þeirra. Biblían segi: 2M 39:43 „Og Móse leit yfir allt verkið og sjá, þeir höfðu unnið það, svo sem Drottinn hafði fyrirlagt, svo höfðu þeir gjört það. Og Móse blessaði þá.“

Góður leiðtogi þekkir takmörk sín. Biblían segi: 5M 1:9„Þá sagði ég við yður: Ég rís ekki einn undir yður.“

Sannir leiðtogar eru þjónar. Biblían segri: Lk 22:25-26 „En Jesús sagði við þá: Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn. En eigi sé yður svo farið, heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn.“

Leiðtogar ættu að vera fyrirmynd í vinnusemi. Biblían segir: Pd 9:10 „Allt, sem hönd þín megnar að gjöra með kröftum þínum, gjör þú það, því að í dánarheimum, þangað sem þú fer, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“

Kom fram við þá sem lúta þinni stjórn eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. Biblían segir: Lk 6:31 „Og svo sem þér viljið, að aðrir menn gjöri við yður, svo skuluð þér og þeim gjöra.“

Það er ekki alltaf auðvelt að vera leiðtogi en gefist ekki upp. Biblían segir: 2Kro 15:7 „En verið þér öruggir og látið yður eigi fallast hendur, því að breytni yðar mun umbun hljóta.“

Góður leiðtogi hlustar á leiðsögn Guðs. Biblían segir: Jes 30:21 „og eyru þín munu heyra þessi orð kölluð á eftir þér, þá er þér víkið til hægri handar eða vinstri: Hér er vegurinn! Farið hann!“

Hvernig ætti leiðtogi kirkju Guðs að vera? Biblían segir: 1Tm 3:1-7 „Það orð er satt, að sækist einhver eftir biskupsstarfi, þá girnist hann fagurt hlutverk. Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari. Ekki drykkfelldur, ekki ofsafenginn, heldur gæfur, ekki deilugjarn, ekki fégjarn. Hann á að vera maður, sem veitir góða forstöðu heimili sínu og heldur börnum sínum í hlýðni með allri siðprýði. Hvernig má sá, sem ekki hefur vit á að veita heimili sínu forstöðu, veita söfnuði Guðs umsjón? Hann á ekki að vera nýr í trúnni, til þess að hann ofmetnist ekki og verði fyrir sama dómi og djöfullinn. Hann á líka að hafa góðan orðstír hjá þeim, sem standa fyrir utan, til þess að hann verði eigi fyrir álasi og lendi í tálsnöru djöfulsins.“

Það er hjálp að fá fyrir þann leiðtoga sem finnur fyrir vanmætti sínum. Biblían segir: Jk 1:5 „Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast.“

Góðir leiðtogar skipuleggja. Biblían segir: Lk 14 28-30 „Hver yðar sest ekki fyrst við, ef hann ætlar að reisa turn, og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu? Ella má svo fara, að hann leggi undirstöðu, en fái ekki við lokið, og allir, sem það sjá, taki að spotta hann og segja: Þessi maður fór að byggja, en gat ekki lokið.

Góður leiðtogi leitar ráða hjá öðrum. Biblían segir: Ok 15:22 „Áformin verða að engu, þar sem engin er ráðagerðin, en ef margir leggja á ráðin, fá þau framgang.“

Góður leiðtogi verður að vera þolinmóður. Biblían segir: Ok 16:32 „Sá sem seinn er til reiði, er betri en kappi, og sá sem stjórnar geði sínu, er meiri en sá sem vinnur borgir.“