Home / Biblíuefni / Gildi

Gildi

Guð metur manninn, sköpunarverk sitt, ótrúlega mikils. Biblían segir: Sl 8:4 „Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess? Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann.“

Guð metur okkur mikils—hann hefur okkur stöðugt í huga. Biblían segir: Sl 139:17-18 „En hversu torskildar eru mér hugsanir þínar, ó Guð, hversu stórkostlegar eru þær allar samanlagðar. Ef ég vildi telja þær, væru þær fleiri en sandkornin, ég mundi vakna og vera enn með hugann hjá þér.“

Þegnréttur í ríki Guðs er það mikilvægasta sem við getum eignast. Biblían segir: Mt 13:44 „Líkt er himnaríki fjársjóði, sem fólginn var í jörðu og maður fann og leyndi. Í fögnuði sínum fór hann, seldi allar eigur sínar og keypti akur þann.“

Eilíft líf er það mikilvægasta sem við getum sóst eftir.Biblían segir: Mt 16:26 „Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni?“ Kól 3:2 „Hugsið um það, sem er hið efra, en ekki um það, sem á jörðinni er.“