Home / Biblíuefni / Hefnd

Hefnd

Við ættum að fela Guði að sjá um hefndina. Biblían segir: Rm 12:19 „Hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að, því að ritað er: Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn. Ok 20:22 „Seg þú ekki: Ég vil endurgjalda illt! Bíð þú Drottins, og hann mun hjálpa þér.“

Sýnum kærleika í stað hefndar. Biblían segir: Mt 5:38-39 „Þér hafið heyrt, að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina.“

Gleðjumst ekki yfir óförum annarra. Biblían segir: Ok 24:17-18 „Gleð þig eigi yfir falli óvinar þíns, og hjarta þitt fagni eigi yfir því að hann steypist, svo að Drottinn sjái það ekki og honum mislíki, og hann snúi reiði sinni frá honum til þín.“