Home / Biblíuefni / Jesús Kristur

Jesús Kristur

Jesús (Orðið) er guðlegur frá upphafi og varð hold. Biblían segir: Jh 1:1,14 „Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.“

Hvers vegna var það nauðsynlegt að Jesús tæki á sig mannlegt eðli? Biblían segir: Heb 2:17 „Því var það, að hann í öllum greinum átti að verða líkur bræðrum sínum, svo að hann yrði miskunnsamur og trúr æðsti prestur í þjónustu fyrir Guði, til þess að friðþægja fyrir syndir lýðsins.“

Jesús sýndi hið guðdómlega og mannlega eðli sitt þegar hann stóðst freistingarnar. Heb 4:14-15 „Er vér þá höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefur í gegnum himnana, Jesú Guðs son, skulum vér halda fast við játninguna. Ekki höfum vér þann æðsta prest, er eigi geti séð aumur á veikleika vorum, heldur þann, sem freistað var á allan hátt eins og vor, en án syndar.“

Jesús sýndi guðdóm sinn með upprisunni. Biblían segir: Mk 16:6 „En hann (engillinn) sagði við þær: Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjá, þarna er staðurinn, þar sem þeir lögðu hann.“

Páll vitnar um guðdómleika Krists. Biblían segir: Kól 2:9 „Því að í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega.“

Hvert er samband Jesú við föðurinn? Biblían segir: Jh 10:30 „Ég og faðirinn erum eitt.“

Jesús er læknirinn mikli. Biblían segir: Lk 8:47-48 „En er konan sá, að hún fékk eigi dulist, kom hún skjálfandi, féll til fóta honum og skýrði frá því í áheyrn alls lýðsins, hvers vegna hún snart hann, og hvernig hún hafði jafnskjótt læknast. Hann sagði þá við hana: Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði.“

Bráðlega munu allir – menn, konur og börn - játa að Jesús er Drottinn. Biblían segir: Fl 2:9-11 „Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra, til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn.“

Jesús býður fólki að iðrast. Biblían segir: Mt 4:17 „Upp frá þessu tekur Jesús að prédika og segja: Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd.“

Jesús kom ekki til að afmá lögmálið heldur til að sýna okkur hvernig það virkar. Biblían segir: Mt 5:17 „Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla.“

Jesús er eina leiðin til Guðs. Biblían segir: Jh 14:6 „Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“

Jesús hefur vald yfir dauðanum. Biblían segir: Jh 11:25 „Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“

Starf Jesú snerti líf fólks. Mt 4:23 „Hann fór nú um alla Galíleu, kenndi í samkundum þeirra, prédikaði fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi meðal lýðsins.“

Hvað felst í því að fylgja Jesú? Biblían segir: Lk 9:23 „Og hann sagði við alla: Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér.“

Líf Jesú verður okkar. Biblían segir: Gl 2:20 „Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.“

Við ættum að reyna að líkjast Jesú. Biblían segir: Fl 2:5 „Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.“

Þú getur þekkt Jesú sem frelsara þinn. Biblían segir: Jh 1:12 „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans. Og 1Pét 3:18 Kristur dó í eitt skipti fyrir öll fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt yður til Guðs. Hann var deyddur að líkamanum til, en lifandi gjörður í anda.“