Home / Biblíuefni / Kraftaverk

Kraftaverk

Kraftaverk minna okkur á að Guði er ekkert ómáttugt. Biblían segir: 2M 14:21-22 „En Móse rétti út hönd sína yfir hafið, og Drottinn lét hvassan austanvind blása alla nóttina og bægja sjónum burt og gjörði hafið að þurrlendi. Og vötnin klofnuðu, og Ísraelsmenn gengu á þurru mitt í gegnum hafið, og vötnin stóðu eins og veggur til hægri og vinstri handar þeim.“

Kraftaverk draga athygli okkar að mætti Krists og guðdómi hans. Biblían segir: Jh 2:11. „Þetta fyrsta tákn sitt gjörði Jesús í Kana í Galíleu og opinberaði dýrð sína, og lærisveinar hans trúðu á hann.“

Kraftaverk draga ekki úr þörfinni á persónulegri trú. Biblían segir: Jh 20:29-31 „Jesús segir við hann: Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó. Jesús gjörði einnig mörg önnur tákn í augsýn lærisveina sinna, sem eigi eru skráð á þessa bók. En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni.“

Kraftaverk staðfestu þjónustu frumkirkjunnar. Biblían segir: P 5:16. „Einnig kom fjöldi fólks frá borgunum umhverfis Jerúsalem og flutti með sér sjúka menn og þjáða af óhreinum höndum. Þeir læknuðust allir.“

Þótt kraftaverk séu tákn um verk Guðs verðum við að vera á verði. Satan getur líka gert kraftaverk. Biblían segir: Opb 16:14 „...því að þeir eru djöfla andar, sem gjöra tákn. Þeir ganga út til konunga allrar heimsbyggðarinnar til að safna þeim saman til stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins alvalda.“