Home / Biblíuefni / Lygar

Lygar

Við sköðum okkur sjálf með lygum. Biblían segir: Ef 4:25 „Leggið nú af lygina og talið sannleika hver við sinn náunga, því að vér erum hver annars limir.“

Níunda boðorðið fordæmir lygar. Biblían segir: 2M 20:16 „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.“

Að segja ósatt er ekki hugarfar Krists. Biblían segir: Kól 3:9-10 „Ljúgið ekki hver að öðrum, því þér hafið afklæðst hinum gamla manni með gjörðum hans og íklæðst hinum nýja, sem endurnýjast til fullkominnar þekkingar og verður þannig mynd skapara síns.“

Guð hatar lygi. Biblían segir: Ok 12:22 „Lygavarir eru Drottni andstyggð, en þeir sem sannleik iðka, eru yndi hans.“

Lygarar eru útilokaðir frá Guði. Biblían segir: í Sl 101:7 „Enginn má dvelja í húsi mínu, er svik fremur. Sá er lygar mælir stenst eigi fyrir augum mínum.“

Hinir óheiðarlegu fá ekki aðgang að ríki Guðs. Biblían segir: Opb 22:15 „Úti gista hundarnir og töframennirnir og frillulífismennirnir og manndrápararnir og skurðgoðadýrkendurnir og hver sem elskar og iðkar lygi.“

Við erum lygarar ef við segjumst vera kristnir en hlýðum ekki Guði. Biblían segir: 1Jóh 2:4 „Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum.“

Hræsnarar eru lygarar. Biblían segir: Jak 3:14 „En ef þér hafið beiskan ofsa og eigingirni í hjarta yðar, þá stærið yður ekki og ljúgið ekki gegn sannleikanum.“

Guð mun fyrirgefa. Biblían segir: 1Jóh 1:9 „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“