Home / Biblíuefni / Réttlæti

Réttlæti

Við erum réttlætt í Kristi.Biblían segir: 2Kor 5:21 „Þann sem þekkti ekki synd, gjörði hann að synd vor vegna, til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í honum.“ Rm 3:22 „Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa.“

Drottinn er réttlæti okkar. Biblían segir: Jes 45:24 „Hjá Drottni einum, mun um mig sagt verða, er réttlæti og vald.“

Við réttlætumst ekki fyrir góðverk. Biblían segir: Jes 64:5 „Vér urðum allir sem óhreinn maður, allar dyggðir vorar sem saurgað klæði. Vér visnuðum allir sem laufblað, og misgjörðir vorar feyktu oss burt eins og vindur.“

Við erum ekki réttlát að eðlisfari, Guð réttlætir. Biblían segir: Sl 51:12 „Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda.“