Home / Biblíuefni / Tilhugalíf

Tilhugalíf

Hvers konar einstaklinga ættum við að eiga stefnumót við? Biblían segir: 2Tm 2:22 „Flý þú æskunnar girndir, en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið við þá, sem ákalla Drottin af hreinu hjarta.“

Það er óviturlegt að eiga stefnumót við þá sem ekki elska Guð. Biblían segir: 2Kor 6:14-15 „Gangið ekki undir ósamkynja ok með vantrúuðum. Hvað er sameiginlegt með réttlæti og ranglæti? Hvaða samfélag hefur ljós við myrkur? Hver er samhljóðan Krists við Belíar? Hver hlutdeild er trúuðum með vantrúuðum?“

Farið ekki út með þeim sem segjast vera kristnir en lifa ekki samkvæmt því. Biblían segir: 1Kor 5:11 „En nú rita ég yður, að þér skuluð ekki umgangast nokkurn þann, er nefnir sig bróður, en er saurlífismaður eða ásælinn, skurðgoðadýrkari eða lastmáll, ofdrykkjumaður eða ræningi. Þér skuluð jafnvel ekki sitja að borði með slíkum manni.“ Am 3:3-15 „Mega tveir menn verða samferða, nema þeir mæli sér mót?“

Forðist að vera með þeim sem hafa enga stjórn á skapi sínu. Biblían segir: Ok 22:24 „Legg eigi lag þitt við reiðigjarnan mann og haf eigi umgengni við fauta,“

Leggðu ekki lag þitt við letingja. Biblían segir: 2Þ 3:6 „En vér bjóðum yður, bræður, í nafni Drottins vors Jesú Krists, að þér sneiðið hjá hverjum þeim bróður, er lifir óreglulega og ekki eftir þeirri kenningu, sem þeir hafa numið af oss.“

Innri fegurð er mest virði. Biblían segir: 1Pt 3:4 „...heldur sé það hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda. Það er dýrmætt í augum Guðs.“

Verið með þeim sem hafa jákvætt lífsviðhorf. Biblían segir: Rm 15:5-6 „En Guð, sem veitir þolgæðið og huggunina, gefi yður að vera samhuga að vilja Krists Jesú, til þess að þér allir saman einum munni vegsamið Guð og föður Drottins vors Jesú Krists. “

Vertu með þeim sem uppörva þig og styðja. Biblían segir: Fl 2:1-2 „Ef nokkurs má sín upphvatning í nafni Krists, ef kærleiksávarp, ef samfélag andans, ef ástúð og meðaumkun má sín nokkurs, þá gjörið gleði mína fullkomna með því að vera samhuga, hafa sama kærleika, einn hug og eina sál.“

Einangrið ykkur ekki í sambandi ykkar- berið líka umhyggju fyrir öðrum. Biblían segir: Fl 2:4 „Lítið ekki aðeins á eigin hag, heldur einnig annarra.“

Látið samband ykkar þróast smátt og smátt. Biblían segir: 2Pt 1:6-7 „í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.“

Hvað ber að forðast á stefnumótum? Biblían segir: Rm 13:13 „Framgöngum sómasamlega eins og á degi, ekki í ofáti né ofdrykkju, ekki í saurlífi né svalli, ekki í þrætu né öfund.“

Kynmök eiga ekki að eiga sér stað í tilhugalífinu. Biblían segir: 1Kor 6:13,18 „Maturinn er fyrir magann og maginn fyrir matinn, en Guð mun hvort tveggja að engu gjöra. En líkaminn er ekki fyrir saurlífi, heldur fyrir Drottin og Drottinn fyrir líkamann. Flýið saurlifnaðinn! Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama.“

Haldið ykkur hreinlífum. Biblían segir: 1Jh 3:3 „Hver sem hefur þessa von til hans hreinsar sjálfan sig, eins og Kristur er hreinn.“

Til að skaða ekki sjálfan sig þarf að leggja kynhvöt og gjörðir undir stjórn Krists. Biblían segir: 1Þ 4:3-5 „Það er vilji Guðs, að þér verðið heilagir. Hann vill, að þér haldið yður frá frillulífi, að sérhver yðar hafi vit á að halda líkama sínum í helgun og heiðri, en ekki í losta, eins og heiðingjarnir, er ekki þekkja Guð.“

Hvað á að gera ef þú hefur þegar gengið of langt líkamlega? Fyrst, játið syndina. Biblían segir: Sl 51:4-5 „Þvo mig hreinan af misgjörð minni, hreinsa mig af synd minni, því að ég þekki sjálfur afbrot mín, og synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum.“

Næst, biðjist fyrirgefningar. Guð segir að við getum byrjað upp á nýtt. Biblían segir: Sl 51:9-14 „Sjá, þú hefir þóknun á hreinskilni hið innra, og í fylgsnum hjartans kennir þú mér visku! Hreinsa mig með ísóp, svo að ég verði hreinn, þvo mig, svo að ég verði hvítari en mjöll. Lát mig heyra fögnuð og gleði, lát kætast beinin sem þú hefir sundurmarið. Byrg auglit þitt fyrir syndum mínum og afmá allar misgjörðir mínar. Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. Varpa mér ekki burt frá augliti þínu og tak ekki þinn heilaga anda frá mér. Veit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis og styð mig með fúsleiks anda,“

Í þriðja lagi, trúðu að Guð hafi fyrirgefið þér og hættu að hafa sektartilfinningu. Biblían segir: Sl 32:2-7 „Sæll er sá maður er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá er eigi geymir svik í anda. Meðan ég þagði, tærðust bein mín, allan daginn kveinaði ég, því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér, lífsvökvi minn þvarr sem í sumarbreiskju. Sela Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgjörð mína. Ég mælti: Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni, og þú fyrirgafst syndasekt mína. Sela Þess vegna biðji þig sérhver trúaður, meðan þig er að finna. Þótt vatnsflóðið komi, nær það honum eigi. Þú ert skjól mitt, þú leysir mig úr nauðum, með frelsisfögnuði umkringir þú mig.“

Guð hefur maka handa þér. Biblían segir: 1M 2:18 „Drottinn Guð sagði: Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi.“

Biðjið Guð um maka. Biblían segir: Ok 19:14 „Hús og auður er arfur frá feðrunum, en skynsöm kona er gjöf frá Drottni.“

Guð mun veita þér það sem hjarta þitt þráir. Biblían segir: Sl 37:4 „þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það sem hjarta þitt girnist.“ Mt 6:8 „Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.“