Home / Biblíuefni / Umbun

Umbun

Guð umbunar góðverk sem unnin eru í kyrrþey. Biblían segir: Mt 6:1 „Varist að iðka réttlæti yðar fyrir mönnum, þeim til sýnis, annars eigið þér engin laun hjá föður yðar á himnum.“

Guð umbunar okkur ríkulega. Biblían segir: Mt 19:29:„Og hver sem hefur yfirgefið heimili, bræður eða systur, föður eða móður, börn eða akra sakir nafns míns, mun fá margfalt aftur og öðlast eilíft líf.“

Guð launar. Biblían segir: Opb 22:12 „Sjá, ég kem skjótt, og launin hef ég með mér, til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er.“